Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München, lagði upp eitt marka liðsins í gærkvöld þegar það vann Juventus frá Ítalíu örugglega, 4:0, í Meistaradeildinni í fótbolta. Bayern er með 13 stig af 15 mögulegum og var þegar komið áfram. Fyrir lokaumferðina er ljóst að Lyon, Wolfsburg, Chelsea, Real Madrid, Bayern, Arsenal, Manchester City og Barcelona fara í átta liða úrslitin. Dregið verður til þeirra 7. febrúar og leikið seinnipartinn í mars.