Víkingur úr Reykjavík mátti sætta sig við naumt tap, 2:1, fyrir sænska liðinu Djurgården í 5. umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu karla á Kópavogsvelli í gær. Að fimmtu umferð lokinni er Víkingur í 18.-19
Sambandsdeild
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Víkingur úr Reykjavík mátti sætta sig við naumt tap, 2:1, fyrir sænska liðinu Djurgården í 5. umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu karla á Kópavogsvelli í gær.
Að fimmtu umferð lokinni er Víkingur í 18.-19. sæti deildarinnar með sjö stig. Liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um átta sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Efstu átta liðin fara beint í 16-liða úrslit.
Víkingur hefur samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins unnið sér inn um 770 milljónir íslenskra króna fyrir þátttöku sína í Evrópukeppni í ár og getur sú upphæð enn hækkað.
Víkingur mætir LASK í Linz í Austurríki næstkomandi fimmtudag
...