Ísland tapaði naumlega fyrir Slóveníu, 3:2, í fyrsta leiknum í undankeppni Ólympíuleikanna í íshokkí kvenna en riðill Íslands er leikinn í Piestany í Slóvakíu. Teresa Regína Snorradóttir skoraði fyrsta mark leiksins, Slóvenar svöruðu tvisvar en Silvía Rán Björgvinsdóttir jafnaði í 2:2 í annarri lotu. Julija Blazinsek skoraði sigurmark Slóveníu í síðustu lotunni. Ísland mætir Slóvakíu í dag og Kasakstsan í lokaumferðinni á sunnudaginn.