Stjórnmálamenn verða að gera sér grein fyrir því að flest í samfélaginu gengur ljómandi vel án þess að stjórnmálamenn hafi fingur á.
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Vilhjálmur Bjarnason

Það er kunnara en frá þurfi að segja að lífið er eitt stórt efnahagsvandamál. Hin stærstu efnahagsvandamál eru aldrei afrit af síðasta efnahagsvandamáli. Þó er það svo að lokaniðurstaða efnahagserfiðleika kemur jafnan fram í greiðsluhalla við útlönd.

Innviðahalli

Þó er einn sá halli til viðbótar, sem lítt hefur verið gaumur gefinn. Það er innviðahalli.

Innviðahalli lýsir sér í því að samfélagið byggir ekki upp og viðheldur samfélagslegum innviðum, eins og samgöngukerfi og heilbrigðiskerfi. Það er einnig innviðahalli að halda ekki í við samfélagslega þróun, eins og byggðaþróun, að taka ekki tillit til íbúafjölgunar eða breyttrar búsetu. Vissulega fá komandi kynslóðir töluverða meðgjöf frá núverandi kynslóðum í þeim innviðum, sem fyrir eru í

...