Mikilvægt Hákon Arnar Haraldsson skoraði og Lille er í góðri stöðu.
Mikilvægt Hákon Arnar Haraldsson skoraði og Lille er í góðri stöðu. — AFP/Denis Charlet

Hákon Arnar Haraldsson varð í fyrrakvöld þriðji Íslendingurinn til að skora fleiri en eitt mark í riðla- og útsláttarkeppni Meistaradeildar karla í fótbolta. Hann tryggði þá Lille frá Frakklandi sigur á Sturm Graz frá Austurríki, 3:2, á 81. mínútu, nýkominn inn á sem varamaður.

Hákon hefur áður skorað fyrir FC Köbenhavn í riðlakeppninni en aðeins fjórir Íslendingar hafa komist á blað í keppninni. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona á árunum 2001 til 2007, Arnór Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir CSKA Moskva frá Rússlandi árið 2018 og þá skoraði Alfreð Finnnbogason eitt mark fyrir Olympiacos. árið 2015.