Það eru margvíslegar útgáfur og útfærslur á reglum lýðræðisins á þeim fáu blettum jarðarkringlunnar, þar sem menn telja sig lúta í meginatriðum leikreglum þess, og beri jafnvel af öllum eða nærri öllum sem lúta þeim og þeirri þýðingarmiklu leiðbeiningu um réttlæti og jöfnuð, sem þessar helgu reglur telja sig eiga að tryggja, þegar best tekst til. Raunin er þó stundum önnur og því miður sú niðurstaðan að „lýðræðið“ í meginmynd sinni stýrir því í fæstum tilvikum, hvernig kaupin gerast á „eyrinni,“ hvar sem sú er. En þau ríki eru til staðar í veröldinni og þar á meðal eru fjölmennustu ríki heimsins og þau sömu sem hafa helgað sér mest land.
Stundum er vísað til leikreglna hjá hinum Sameinuðu þjóðum, sem ganga í meginatriðum út frá því að mál séu afgreidd í stóra salnum sem kenndur er við Allsherjarþingið, þar sem leitast er við að tryggja
...