Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson

Lífið heldur áfram í ráðuneytum landsins þó að kosið hafi verið og unnið sé að myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ein ný skýrsla var til dæmis kynnt í vikunni, en hún er afrakstur starfshóps umhverfis- og orkuráðherra um endurskoðun á lögum um rammaáætlun. Í hópnum sátu Hilmar Gunnlaugsson, Björt Ólafsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé.

Slík endurskoðun var löngu tímabær og í nýju skýrslunni er margt til bóta sem ætla má að myndi stytta afgreiðslu á nýjum virkjunum og minnka líkur á að rafmagnsskortur hangi áfram yfir þjóðinni um alla framtíð eins og hann hefur gert nú um nokkra hríð.

Hér hefur rammaáætlunin sjálf orðið að kreddu sem enginn ráðamaður hefur viljað hrófla við. Það hafa verið afdrifarík mistök. Í skýrslunni segir meðal annars frá því að rammaáætlun hafi verið lögð af í Noregi árið 2016 eftir að hafa verið tæki sem stuðst var

...