Því svartari sem dimman varð, því styttra varð í vorið.
Einar Ingvi Magnússon
Einar Ingvi Magnússon

Einar Ingvi Magnússon

Eftir langa og dimma nótt mun aftur birta af degi. Þá mun loksins ljósið lýsa skærar í stað myrkurs. Að loknu löngu skammdegi munu miklar blessanir koma í ljós: Því meiri drungi, því meiri ljósadýrð, huggun og gleði. Því kaldari vetur, því heitari sumur. Það er lífsins lögmál.

Tvískautuð tilvera

Óbreytanlegt lögmál pólanna; tvískautuð tilvera, sem sveiflast á milli póla, en leitar jafnvægis, þar sem sköpunarkraftinn er að finna, hamingjuna, sæluna, frelsið og friðinn, eitt augnablik, þar til öfgar pólanna taka völdin að nýju, í hinni eilífu hringrás, sem leitar jafnvægisins í samrunanum, augnabliki kraftaverksins.

Í skammdeginu

Hvað hafa menn gert í vetrarmyrkrinu á norðurhjara veraldar? Þeir hafa notað daufa birtu dagsins og tendrað

...