Guðný Björk Stefánsdóttir setti tvö Íslandsmet í -76 kílóa flokki á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Barein. Guðný hafnaði í 17. sæti með 94 kíló í snörun og 114 í jafnhendingu, samtals 208 kíló, en tvennt það síðarnefnda er Íslandsmet í hennar flokki

Guðný Björk Stefánsdóttir setti tvö Íslandsmet í -76 kílóa flokki á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Barein. Guðný hafnaði í 17. sæti með 94 kíló í snörun og 114 í jafnhendingu, samtals 208 kíló, en tvennt það síðarnefnda er Íslandsmet í hennar flokki.

ÍBV hefur gengið frá kaupum á knattspyrnumanninum Bjarka Birni Gunnarssyni frá Víkingi. Bjarki, sem er 24 ára miðjumaður, hefur verið í láni hjá ÍBV frá Víkingi undanfarin tvö ár.

Orri Sveinn Segatta, einn reyndasti leikmaður knattspyrnuliðs Fylkis, ætlar að leika áfram í Árbænum þó liðið hafi fallið úr Bestu deildinni í haust. Orri hefur samið á ný við Fylki til tveggja ára.

Emmanuel Duah, knattspyrnumaður frá Gana, hefur samið við Vestra

...