Ég hef það bara fínt núna, þakka þér fyrir,“ segir Friðrik S. Kristinsson þegar fundum okkar ber saman, „en þetta hefur verið löng vegferð, ég datt alveg út og það tók mig heilt ár að ná mér það vel að ég gæti aftur byrjað að vinna og lifa nokkuð eðlilegu lífi. Það er fyrst núna sem mér finnst ég vera kominn til baka.“
Friðrik var í óðaönn að undirbúa jólatónleika Karlakórs Reykjavíkur í október á síðasta ári þegar hann veiktist heiftarlega og var lagður inn á spítala. Vandinn var fjölþættur. Hann var greindur með sýkingu í hjartavöðva og risafrumuslagæðabólgu sem bregðast þurfti við með hraði. Hann var ekki fyrr lagstur inn en að hjartað byrjaði að skjóta blóðtöppum upp í augun sem aftur leiddi til skyndiblindu sem gekk til allrar hamingju til baka. Varanleg skemmd varð þó á sjóninni. Daginn eftir greindist Friðrik síðan með fjölvöðvagigt sem meðhöndla
...