Feigð Í nýjum gamanmyndaflokki, Laid eða Drætti, leikur Stephanie Hsu konu, Ruby, sem lendir í þeim ósköpum að gamlir kærastar hennar og elskhugar byrja að hrökkva upp af, án augljósra skýringa. Ekki er við hana að sakast, alltént blasir það ekki…
Stephanie Hsu og Zosia Mamet.
Stephanie Hsu og Zosia Mamet. — NBC Universal

Feigð Í nýjum gamanmyndaflokki, Laid eða Drætti, leikur Stephanie Hsu konu, Ruby, sem lendir í þeim ósköpum að gamlir kærastar hennar og elskhugar byrja að hrökkva upp af, án augljósra skýringa. Ekki er við hana að sakast, alltént blasir það ekki við, en hún sér eigi að síður sæng sína upp reidda og byrjar að leita þá sem enn lifa uppi, allt frá mönnum sem hún hefur verið með á föstu yfir í menn sem hún naut bara einu sinni ásta með inni á klósetti á veitingastað. „Piltar, líf ykkar er í bráðri hættu!“ Zosia Mamet leikur bestu vinkonu hennar en höfundar eru Nahnatchka Khan og Sally Bradford McKenna. Laid kemur inn á Peacock 19. desember.