Að rekstrarstjóri KS sveipi sig nú kufli postula samkeppni og atvinnufrelsis er gott grín.
Ólafur Stephensen
Ólafur Stephensen

Ólafur Stephensen

Reimar Marteinsson, rekstrarstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, skrifar ljómandi skemmtilega og afhjúpandi grein í Morgunblaðið sl. fimmtudag, í tilefni af viðtali við undirritaðan sem birtist á Stöð 2 og Vísi. Umfjöllunarefnið var þátttaka innlendra afurðastöðva í útboðum á tollkvóta til að flytja inn kjötvörur og áhrif hennar á samkeppni og verðlag. Hjá því verður ekki komizt að gera fáeinar athugasemdir við skrif Reimars.

Hvatt til samkeppnishindrana?

Í fyrsta lagi virðist Reimar ekki hafa lesið eða hlustað almennilega á viðtalið við greinarhöfund. Hann skrifar: „Telur hann [greinarhöfundur] því best að útiloka þessi fyrirtæki [afurðastöðvarnar] frá útboði og þar með minnka samkeppni við önnur fyrirtæki sem stunda innflutning (félagsmenn FA) um tollkvóta, sem eru takmörkuð gæði. Slík aðgerð

...