„Við opnuðum Drift EA frumkvöðlasetur formlega á fimmtudaginn, en setrið er á Strandgötu 1 á Akureyri. Við vorum samt byrjuð í rauninni, því það voru svo margar hugmyndir búnar að berast til okkar frá frumkvöðlum á svæðinu,“ segir Sesselja Barðdal…
Drift EA frumkvöðlasetur Kristján Vilhelmsson, Sessselja Barðdal Reynisdóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Þór Júlíusson við opnunina.
Drift EA frumkvöðlasetur Kristján Vilhelmsson, Sessselja Barðdal Reynisdóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Þór Júlíusson við opnunina.

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Við opnuðum Drift EA frumkvöðlasetur formlega á fimmtudaginn, en setrið er á Strandgötu 1 á Akureyri. Við vorum samt byrjuð í rauninni, því það voru svo margar hugmyndir búnar að berast til okkar frá frumkvöðlum á svæðinu,“ segir Sesselja Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Drift EA, sem segist finna mikinn meðbyr og áhuga á verkefninu. Í dag verður opið hús til að kynna starfsemina milli kl. 13-17.

Sérsniðinn stuðningur

Hugmyndin á bak við Drift EA er að aðstoða frumkvöðla við að gera nýsköpunarhugmynd sína að veruleika, með því að veita þeim langtímastuðning í formi aðstöðu, fjármögnunar og sérsniðinnar ráðgjafar á einum stað.

„Þetta er í fyrsta skipti sem frumkvöðlar fá svona heildrænan stuðning á einum stað hérlendis. Á þessu ári bárust okkur 30 umsóknir og við höfum

...