Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Við opnuðum Drift EA frumkvöðlasetur formlega á fimmtudaginn, en setrið er á Strandgötu 1 á Akureyri. Við vorum samt byrjuð í rauninni, því það voru svo margar hugmyndir búnar að berast til okkar frá frumkvöðlum á svæðinu,“ segir Sesselja Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Drift EA, sem segist finna mikinn meðbyr og áhuga á verkefninu. Í dag verður opið hús til að kynna starfsemina milli kl. 13-17.
Sérsniðinn stuðningur
Hugmyndin á bak við Drift EA er að aðstoða frumkvöðla við að gera nýsköpunarhugmynd sína að veruleika, með því að veita þeim langtímastuðning í formi aðstöðu, fjármögnunar og sérsniðinnar ráðgjafar á einum stað.
„Þetta er í fyrsta skipti sem frumkvöðlar fá svona heildrænan stuðning á einum stað hérlendis. Á þessu ári bárust okkur 30 umsóknir og við höfum
...