Baksvið

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Margeir Pétursson, stórmeistari í skák, segir nýkrýndan heimsmeistara í skák, Gukesh Dommaraju, ekki standast samanburð við fremstu skákmenn sögunnar. Hins vegar eigi Gukesh bjarta framtíð, en hann er yngsti heimsmeistari sögunnar, aðeins 18 ára, og þriðji yngsti stórmeistari sögunnar.

Gukesh, sem er Indverji, bar sigurorð af Kínverjanum Ding Liren með sjö og hálfan vinning á móti sex og hálfum vinningi í 14 skáka einvígi sem fram fór í Singapúr.

„Einvígið var mjög spennandi. Svo vill til að ég tefldi við Gukesh fyrir aðeins tveimur mánuðum í Evrópukeppni skákfélaga í Serbíu og fékk ágæta stöðu með svörtu. Mér fannst mun meiri þungi í taflmennsku Kasparovs

...