Kvikmyndablaðið „Stjömur“, sem hér kemur fyrir almenningssjónir, er fyrsta kvikmyndablað, er út kemur hér á landi. Megin tilgangurinn með útgáfu þess er sá, að auka nokkuð þau litlu kynni, sem íslenzkir kvikmyndagestir hafa af ýmsum þeim …
Tyrone Power kom í heimsókn til Íslands árið 1954 og þá hafði síst dregið úr sjarma hans og almennum huggulegheitum.
Tyrone Power kom í heimsókn til Íslands árið 1954 og þá hafði síst dregið úr sjarma hans og almennum huggulegheitum. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

Kvikmyndablaðið „Stjömur“, sem hér kemur fyrir almenningssjónir, er fyrsta kvikmyndablað, er út kemur hér á landi. Megin tilgangurinn með útgáfu þess er sá, að auka nokkuð þau litlu kynni, sem íslenzkir kvikmyndagestir hafa af ýmsum þeim stjörnum, er skært ljóma á kvikmyndahimninum, svo og því öðru, er varðar kvikmyndir, framleiðslu þeirra og flutning.“

Þannig komust útgefendur tímaritsins Stjörnur kvikmyndanna, sem fyrst kom út á aðventunni 1945, að orði í ávarpi til lesenda.

Kvikmyndalistin var í mikilli sókn á þessum tíma og vinsældum hennar hafði skolað á land hér við nyrstu voga sem annars staðar.

„Þannig hafa kvikmyndir á tiltölulega fáum árum hafizt í þann sess, er þær nú skipa í íslenzku þjóðlífi, þ.e. orðið verulegur þáttur

...