Ísland verður í riðli með Úkraínu og Aserbaísjan, og svo annaðhvort Frakklandi eða Króatíu, í undankeppni heimsmeistaramóts karla í fótbolta. Leikirnir sex fara allir fram næsta haust, í september, október og nóvember, en það skýrist 23
HM 2026
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ísland verður í riðli með Úkraínu og Aserbaísjan, og svo annaðhvort Frakklandi eða Króatíu, í undankeppni heimsmeistaramóts karla í fótbolta.
Leikirnir sex fara allir fram næsta haust, í september, október og nóvember, en það skýrist 23. mars hvort Frakkland eða Króatía verður í riðlinum. Liðið sem vinnur einvígi þeirra í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar fer í D-riðil undankeppninnar í Evrópu.
Sigurliðið í þessum fjögurra liða riðli kemst beint á HM 2026, sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Liðið sem endar í öðru sæti fer í umspil þar sem sextán þjóðir leika um síðustu fjögur sæti Evrópu á HM. Tólf sem enda í öðru sæti riðlanna tólf, og svo fjórir sigurvegararar riðla í
...