Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik, vann það einstæða afrek að stýra liðinu í úrslitaleik á Evrópumóti í sjöunda sinn er liðið vann öruggan sigur á Ungverjalandi í undanúrslitum EM 2024 í Vín í Austurríki í gærkvöldi. Þórir hefur þar með komist með Noreg í úrslit á sjö af átta Evrópumótum sem hann hefur verið við stjórnvölinn. Gullin eru fimm auk eins silfurs og gæti sjötta gullið komið í úrslitum gegn Danmörku á morgun. » 56