Mikill uppgangur er á flestum sviðum í Mýrdalnum. Fólkinu fjölgar sem búsett er á svæðinu og töluvert er af húsnæði í byggingu. En íbúar Mýrdalsins eru komnir yfir eitt þúsund. Tónskóli Mýrdalshrepps blómstrar undir stjórn Alexöndru Chernyshovu
Úr bæjarlífinu
Jónas Erlendsson
Vík í Mýrdal
Mikill uppgangur er á flestum sviðum í Mýrdalnum. Fólkinu fjölgar sem búsett er á svæðinu og töluvert er af húsnæði í byggingu. En íbúar Mýrdalsins eru komnir yfir eitt þúsund.
Tónskóli Mýrdalshrepps blómstrar undir stjórn Alexöndru Chernyshovu. Hún hefur fitjað upp á ýmsum nýjungum í tónlistarlífi Mýrdælinga, svo sem verkefninu Syngjandi fjölskyldu, þar sem fjölskyldur koma saman með börn frá fimm mánaða til fjögurra ára aldurs og syngja saman. Einnig er tónklúbbur einu sinni í mánuði þar sem tónlistarmenn, sem hafa starfað í Mýrdalnum eða tengjast honum, segja frá sögu sinni og flytja tónlist. Nemendur í Tónskóla Mýrdalshrepps eru á milli 60 og 70.
Síðastliðið haust
...