Við skuldum Keiru Knightley hnausþykka afsökunarbeiðni.“ Þessi fyrirsögn í breska blaðinu The Independent um daginn vakti athygli mína. Hvað höfum við gert aumingja konunni? velti ég fyrir mér. Og hver erum „við“? Svona geta fyrirsagnir dregið mann inn í greinar um ólíklegustu hluti.
Fljótt kom í ljós að illa og mögulega ómaklega hefur verið talað um Knightley frá því að leikferill hennar hófst þegar hún var barn og unglingur. Hún er ekki nema 39 ára í dag. Árið 2003 markaði upphafið en þá lék hún í fyrstu Pirates of the Caribbean-myndinni og jólasmellinum Love Actually sem gengið hefur aftur hver jól allar götur síðan.
Vinir Knightley vöruðu hana reyndar við að taka að sér hlutverkið í sjóræningjaspéinu. „Jæja, þá er ferli þínum lokið,“ sögðu þeir, eins og hún rifjaði síðar upp í
...