Ingibjörg Hauksdóttir hefur opnað sýninguna Skynjun í Hannesarholti. „Í verkum sínum leitar Ingibjörg uppi kjarna sameiningar í skynjun náttúru umhverfisins og tengist því að tilheyra stærra samhengi
Ingibjörg Hauksdóttir hefur opnað sýninguna Skynjun í Hannesarholti. „Í verkum sínum leitar Ingibjörg uppi kjarna sameiningar í skynjun náttúru umhverfisins og tengist því að tilheyra stærra samhengi. Vellíðunartilfinning sem upplifun af náttúru sem er í senn harðgerð, viðkvæm, stórbrotin, fíngerð og hverful,“ segir meðal annars um verk hennar.
Auk þess verða tveir viðburðir í Hannesarholti í dag. Sex rithöfundar lesa upp úr bókum sínum kl. 11.30. Jólaball með Fjörkörlunum verður síðan haldið kl. 13.30. Aðgangur er ókeypis, en skráning á tix.is.