Eftir að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hrökklaðist til Moskvu þar sem honum var veitt hæli af „mannúðarástæðum“ varð mér hugsað til fyrstu kynna minna af sýrlenskri tungu, trú og menningu
Tungutak
Þórhallur Eyþórsson
tolli@hi.is
Eftir að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hrökklaðist til Moskvu þar sem honum var veitt hæli af „mannúðarástæðum“ varð mér hugsað til fyrstu kynna minna af sýrlenskri tungu, trú og menningu. Þessi minning tengist ekkert þeirri staðreynd að einræðisherrann brotthlaupni er arabískumælandi alavíti, en alavítar klofnuðu frá trúflokki sjíta-múslima sem er minnihlutahreyfing í íslam. Flestir múslimar eru súnnítar, þar á meðal Asma, eiginkona Assads, sem ólst upp í Lundúnum. Þrátt fyrir dannað uppeldi eggjaði Asma karl sinn til óhæfuverka um leið og hún rakaði saman gulli og gersemum á kostnað sveltandi almennings og varð alræmd fyrir kaup á fokdýrum ballskóm með kristalshælum eftir franska tískuhönnuðinn
...