Franska forlagið Editions Métailié í París hefur tryggt sér útgáfuréttinn á nýjustu skáldsögu Halldórs Armands, Mikilvægu rusli. Verður það önnur bók höfundarins sem kemur út þar í landi en Bróðir kom út hjá sama forlagi árið 2022.
„Þetta leggst einstaklega vel í mig,“ segir Halldór. „Það hefur aldrei gengið svona hratt fyrir sig hjá mér að selja bók til útlanda; venjulega er þetta lengra ferli. Þessi tíðindi koma líka á góðum tíma en ég var að missa þessi blessuðu listamannalaun.“
Honum er ekki kunnugt um hvenær Mikilvægt rusl kemur út í Frakklandi en telur þó líklegt að það verði á næsta ári. „Bróðir fékk fína dóma í Frakklandi og bæði Le Monde og Le Figaro kölluðu mig einn eftirtektarverðasta höfund minnar kynslóðar hér en ég veit ekki hvernig salan gekk. En alla vega nógu vel til að þeir veðji á
...