Indverjinn Dommaraju Gukesh er nýr heimsmeistari í skák eftir sigur í fjórtándu og síðustu einvígisskákinni við Ding Liren sem tefld var í Singapúr á fimmtudaginn. Þar með lauk stuttum og lítt sannfærandi heimsmeistaraferli Dings Lirens
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Indverjinn Dommaraju Gukesh er nýr heimsmeistari í skák eftir sigur í fjórtándu og síðustu einvígisskákinni við Ding Liren sem tefld var í Singapúr á fimmtudaginn. Þar með lauk stuttum og lítt sannfærandi heimsmeistaraferli Dings Lirens. Hann lék gróflega af sér í þessari stöðu í lokaskákinni:
HM-einvígið í Singapúr 2024; 14. skák:
Ding Liren – Dommaraju Gukesh
Ding Liren hafði misst peð eftir linkulega taflmennsku en virtist þó aldrei í neinni hættu. Staða var lengi vel steindautt jafntefli en Gukesh hafði þó verið að
...