Fræðirit Listdans á Íslandi ★★★★★ Eftir Ingibjörgu Björnsdóttur. Hið íslenska bókmenntafélag, 2024. Innb., 331 bls., fjöldi ljósmynda.
Jól Hnotubrjóturinn var jólasýning Þjóðleikhússins árið 1977. Klara og prinsinn, Sigrún Guðmundsdóttir og Einar Sveinn Þórðarson, kveðja Sælgætislandið en fremst á gólfinu standa Anna Aragno og Helgi Tómasson.
Jól Hnotubrjóturinn var jólasýning Þjóðleikhússins árið 1977. Klara og prinsinn, Sigrún Guðmundsdóttir og Einar Sveinn Þórðarson, kveðja Sælgætislandið en fremst á gólfinu standa Anna Aragno og Helgi Tómasson.

Bækur

Björn

Bjarnason

Um miðjan tíunda áratuginn stofnaði Félag íslenskra listdansara sjóð til að standa fjárhagslega að ritun sögu listdans á Íslandi. Þá voru um 20 ár liðin frá því að Íslenski dansflokkurinn kom til sögunnar. Margir af fyrstu menntuðu dönsurum og danskennurum þjóðarinnar voru á lífi og unnt að nálgast frumheimildir beint.

Leitað var til Árna Íbsen, rithöfundar og leikhúsritara Þjóðleikhússins. Hann tók verkið að sér 1998 og hóf öflun heimilda en sagði sig frá því vegna alvarlegra veikinda. Ingibjörg Björnsdóttir listdansari tók síðar að sér söguritunina.

Ingibjörg nýtti sér af efni sem Árni safnaði en segir í formála að sjónarhorn sitt á söguna sé annað en

...