Grikkinn Giannis Antetokounmpo var í aðalhlutverki í fyrrinótt þegar Milwaukee Bucks lagði Oklahoma City Thunder að velli, 97:81, í úrslitaleik bikarkeppni NBA í körfuknattleik í Las Vegas. Giannis var í leikslok valinn besti leikmaður keppninnar en …
Bikarmeistari Giannis fagnar eftir sigur Milwaukee á Oklahoma.
Bikarmeistari Giannis fagnar eftir sigur Milwaukee á Oklahoma. — AFP/Ethan Miller

Grikkinn Giannis Antetokounmpo var í aðalhlutverki í fyrrinótt þegar Milwaukee Bucks lagði Oklahoma City Thunder að velli, 97:81, í úrslitaleik bikarkeppni NBA í körfuknattleik í Las Vegas. Giannis var í leikslok valinn besti leikmaður keppninnar en í úrslitaleiknum var hann með þrefalda tvennu, 26 stig, 19 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta er í annað sinn sem keppnin er haldin en Los Angeles Lakers varð í fyrra fyrsti bikarmeistarinn.