Til þess er tónlistarmeðferð að maður læknist af því sem hrjáir mann. Að læknast af e-u merkir að batna sjúkdómur, að ná sér af sjúkdómi: „Ég læknaðist af hálsbólgunni.“ „Læknaðist af tónlist Mozarts“ er annað…

Til þess er tónlistarmeðferð að maður læknist af því sem hrjáir mann. Að læknast af e-u merkir að batna sjúkdómur, að ná sér af sjúkdómi: „Ég læknaðist af hálsbólgunni.“ „Læknaðist af tónlist Mozarts“ er annað mál. Þá hefur maður verið heltekinn af tónlist Mozarts en náð sér og hlustar nú kannski bara á Taylor Swift.