Lúðvík S. Georgsson fæddist 19. desember 1949 í Reykjavík. Ársgamall flutti hann á Kvisthaga í Vesturbænum – framtíðarheimilið. „Þar hefi ég unað mér vel, með KR-svæðið í göngufjarlægð.“ Skólaganga Lúðvíks var hefðbundin, Melaskóli, Hagaskóli og MR. „Þá æfði ég knattspyrnu og körfuknattleik hjá KR mér til ánægju. Í HÍ valdi ég verkfræði fram yfir sagnfræði, sem var þó í uppáhaldi.
Stúdentssumarið 1969 starfaði ég á Skrifstofu ríkisspítalanna hjá föður mínum. Hann hafði í sumarbyrjun ráðið yngismey úr Hafnarfirði sem ritara sinn, og varð mér æ starsýnna á hana þrátt fyrir feimni. Þarna fann ég konuefnið mitt, Sonju Garðarsdóttur, fyrir atbeina pabba, og verð honum ætíð þakklátur fyrir það.
Eftir ár í HÍ hélt ég náminu áfram við Tækniháskólann í Lundi, í fyrstu einn því kærastan átti ólokið stúdentsprófi frá VÍ. Haustið
...