Ef þessu er leyft að viðgangast getur almenningur ekki dregið aðrar ályktanir en að hatursorðræða sé ekkert annað en bara orðræða sem stjórnvöld hata.
Snorri Másson
Snorri Másson

Snorri Másson

„Alþingi heldur að karlmenn geti fætt börn. Þessi lög eru í bága við bæði barnasáttmála SÞ og í bága við úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu er varðar rétt barns til þess að þekkja líffræðilegan uppruna sinn. Manneskjur sem fæða börn kallast konur. Konur sem fæða börn eru alltaf líffræðilegar mæður barna sinna. Alveg óháð hvað vanstillt Alþingi segir.“

Þetta skrifaði maður á Facebook þann 3. apríl 2024. Hann hefur í ljósi ummælanna verið kærður til lögreglu fyrir hatursorðræðu.

Þótt sannarlega sé til fólk sem er ósammála og aðhyllist það sjónarmið að karlmenn geti fætt börn er þessum frjálsborna manni þó heimilt að hafna fullyrðingunni og lýsa sinni eigin skoðun. Í því felst tæplega refsiverð hatursorðræða heldur virðist tjáningin öllu heldur varin af stjórnarskrá. Það

...