Kveðja Stellu með stæl Stella segir bless ★★★★· eftir Gunnar Helgason. Mál og menning, 2024. Harðspjalda, 196 bls. Með bókinni Stella segir bless lýkur Gunnar Helgason átta bóka röð sinni um Stellu og fjölskyldu hennar sem byrjaði með bókinni Mamma klikk (2015)
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Kveðja Stellu með stæl
Stella segir bless ★★★★·
eftir Gunnar Helgason.
Mál og menning, 2024.
Harðspjalda, 196 bls.
Með bókinni Stella segir bless lýkur Gunnar Helgason átta bóka röð sinni um Stellu og fjölskyldu hennar sem byrjaði með bókinni Mamma klikk (2015). Stella er orðin afreksíþróttakona og bókin hefst á Norðurlandamóti í spretthjólastólaakstri. Það er mikið í húfi, pláss á sjálfum Ólympíuleikunum, svo sagan grípur lesandann strax.
...