Bann TikTok við það að missa 170 milljónir bandarískra notenda.
Bann TikTok við það að missa 170 milljónir bandarískra notenda. — AFP/Oliver Douliery

Samfélagsmiðillinn TikTok hefur áfrýjað til Hæstaréttar Bandaríkjanna til að stöðva framgang laga sem skylda kínverskt móðurfélag fyrirtækisins, ByteDance, að losa sig við TikTok-appið fyrir 19. janúar nk. ellegar sæta banni í Bandaríkjunum.

Reuters greinir frá því að Tik­Tok sé að nýta síðasta úrræði sitt til að koma í veg fyrir yfirvofandi bann sem mun hafa áhrif á um það bil 170 milljónir bandarískra notenda, en áður hafði undirréttur og áfrýjunardómstóll staðfest réttmæti laganna.

Lögin voru sett í apríl sl. undir því yfirskini að gagnaaðgangur kínverska móðurfélagsins um bandaríska notendur þyki ógna þjóðaröryggi landsins.

Áður höfðu dómstólar vísað á bug þeim röksemdum TikTok að lagasetningin bryti m.a. gegn málfrelsi og gerir miðillinn kröfu um að Hæstiréttur fresti banninu á meðan áfrýjunin er til meðferðar.

Donald Trump hefur á sama tíma lýst yfir stuðningi sínum við röksemdir TikTok og lofað að taka á málinu strax þegar hann taki

...