Það er full ástæða fyrir ljóðavini að samgleðjast Pétri Stefánssyni með stórafmælið. Fær hann góðar kveðjur frá Vísnaþættinum. Auðvitað fer best á því að vísan komi frá honum sjálfum: Ekki er lífsins leiðin hál, ég luma á gleðitárum

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Það er full ástæða fyrir ljóðavini að samgleðjast Pétri Stefánssyni með stórafmælið.
Fær hann góðar kveðjur frá Vísnaþættinum. Auðvitað fer best á því að vísan komi frá honum sjálfum:

Ekki er lífsins leiðin hál,

ég luma á gleðitárum.

Með frið í hjarta, frið í sál

fagna ég 70 árum.

Eyjólfur Ó. Eyjólfsson leggur einnig orð í belg og segir Pétur einn frjóasta og skemmtilegasta vísnasmiðinn á Boðnarmiði: Þó ég hafi aldrei hitt né talað við þann ágæta mann finnst mér viðeigandi að senda þessum gleðigjafa afmælislimru og vona bara að hún sé honum samboðin.

Þess rétt er að geta til gamans

...