Þór Whitehead
Í formála að nýútgefinni Athafnasögu Ingvars Vilhjálmssonar útgerðarmanns (1899-1992) segir höfundurinn Jakob F. Ásgeirsson það undrunarefni að ævi Ingvars skuli ekki hafa verið skráð fyrr á bók. Skýringin sé sú að hann kaus að vinna störf sín í kyrrþey, vildi láta verkin tala. Nú, rösklega þrjátíu árum eftir andlát Ingvars, hefur Jakob gert umsvifum hans og ævi skil í veglegri bók. Eins og fáguð og yfirlætislaus frásögnin leiðir í ljós, var Ingvar Vilhjálmsson sannarlega í tölu merkustu og farsælustu athafnamanna Íslands á 20. öld.
Þegar ég las bókina, varð mér hugsað til þess, að fullyrt er að u.þ.b. 40% af öllum fyrirtækjum landsmanna hafi verið keyrð þrot í aðdraganda fjármálahrunsins 2008, en um 90% af stærstu fyrirtækjunum. Fyrirtæki, sem staðið höfðu af sér hörðustu kreppur og mögur ár 20. aldar og jafnvel
...