Skáldsaga Þegar sannleikurinn sefur ★★★½· Eftir Nönnu Rögnvaldardóttur. Iðunn, 2024. Innb., 240 bls.
Nanna Þegar sannleikurinn sefur „tekst það sem öllum góðum ráðgátusögum verður að takast – að koma á óvart“.
Nanna Þegar sannleikurinn sefur „tekst það sem öllum góðum ráðgátusögum verður að takast – að koma á óvart“. — Morgunblaðið/Karítas

Bækur

Snædís

Björnsdóttir

Ást, afbrýðisemi og undanbrögð eru leiðarstef nýrrar sögulegrar skáldsögu Nönnu Rögnvaldardóttur Þegar sannleikurinn sefur. Bókin segir frá morði ungrar vinnukonu á 18. öld og byggist á gömlu sakamáli úr Eyjafirði – sögunni af Úlfár-Gunnu, Magnúsi í Hólum og Jóni vinnumanni hans. Þó er þetta „alls ekki sú saga“ eins og höfundur varar við í eftirmála (239).

Þegar sannleikurinn sefur segir frá Bergþóru, húsfreyju í Hvömmum sem nýlega er orðin ekkja en er þó enn á besta aldri. Eftir rúmlega tuttugu ára hjónaband með mun eldri manni, sem hún giftist á sínum tíma þvert gegn eigin vilja, nýtur hún þess að stýra eigin búi og ráða sér sjálf.

Þegar

...