Skáldsaga Þegar sannleikurinn sefur ★★★½· Eftir Nönnu Rögnvaldardóttur. Iðunn, 2024. Innb., 240 bls.
Bækur
Snædís
Björnsdóttir
Ást, afbrýðisemi og undanbrögð eru leiðarstef nýrrar sögulegrar skáldsögu Nönnu Rögnvaldardóttur Þegar sannleikurinn sefur. Bókin segir frá morði ungrar vinnukonu á 18. öld og byggist á gömlu sakamáli úr Eyjafirði – sögunni af Úlfár-Gunnu, Magnúsi í Hólum og Jóni vinnumanni hans. Þó er þetta „alls ekki sú saga“ eins og höfundur varar við í eftirmála (239).
Þegar sannleikurinn sefur segir frá Bergþóru, húsfreyju í Hvömmum sem nýlega er orðin ekkja en er þó enn á besta aldri. Eftir rúmlega tuttugu ára hjónaband með mun eldri manni, sem hún giftist á sínum tíma þvert gegn eigin vilja, nýtur hún þess að stýra eigin búi og ráða sér sjálf.
Þegar
...