„Ég fæ pínu kvíðahnút í magann, en það er gott,“ sagði Hera Björk Þórhallsdóttir, stórsöngkona og fasteignasali, í samtali við Bráðavaktina á K100 um liðna helgi. Hera mætti í hljóðverið til þeirra Hjálmars og Evu Ruzu í jólaskapi, þar…
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
„Ég fæ pínu kvíðahnút í magann, en það er gott,“ sagði Hera Björk Þórhallsdóttir, stórsöngkona og fasteignasali, í samtali við Bráðavaktina á K100 um liðna helgi. Hera mætti í hljóðverið til þeirra Hjálmars og Evu Ruzu í jólaskapi, þar sem hún ræddi komandi Eurovision-tengt tónleikaferðalag sitt til Ástralíu í janúar og væntanlega jólatónleika með Margréti Eiri og Dísellu. Á tónleikunum munu þær flytja helstu jólaperlur Frostrósa ásamt Stefáni Hilmarssyni og fjölda kóra.
Eurovision-drottning í Ástralíu
„Ég er að fara að vera Eurovision-drottning í Ástralíu í tæpan mánuð, í fimm borgum. Ég held að þetta séu orðin einhver þrettán gigg. Þetta verður eitthvert heljarinnar ævintýri,“ sagði Hera, sem verður eina söngkonan
...