Ýmsu er ábótavant er varðar aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis sem birt hefur skýrslu eftir þrjár eftirlitsheimsóknir á Stuðla. Bendir umboðsmaður á að þótt allar heimsóknirnar hafi verið …

Ýmsu er ábótavant er varðar aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis sem birt hefur skýrslu eftir þrjár eftirlitsheimsóknir á Stuðla. Bendir umboðsmaður á að þótt allar heimsóknirnar hafi verið farnar fyrir eldsvoðann sem varð á Stuðlum í október sl. eigi öll tilmæli og ábendingar við eftir sem áður.

Í samantekt fréttar á vefsíðu umboðsmanns segir að meðal atriða sem umboðsmaður geri athugasemdir við í skýrslunni sé „óviðunandi eftirlit með börnum, ófullnægjandi húsnæði og samskiptamöguleikar, heilbrigðisþjónusta, valdbeiting og útivistarkostir“. Mælist umboðsmaður til að þetta verði fært til betri vegar.

„Á neyðarvistun Stuðla dvelja 12-18 ára gömul börn. Að mati umboðsmanns eru ekki nægir möguleikar til að skilja þau að, til að mynda eftir aldri og kyni, ef þess gerist þörf. Þá hefur börnum með geðræn vandamál fjölgað þar undanfarin misseri. Sum þeirra þurfa á sérhæfðri meðferð að halda en

...