— Morgunblaðið/Eggert

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2025 voru kunngjörðar í Borgarbókasafninu í Grófinni í gær. Að verðlaununum standa Bandalag þýðenda og túlka í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda. Þau eru veitt fyrir bestu þýðingu á bókmenntaverki og er tilgangur þeirra að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskrar menningar.

Tilnefndir þýðendur eru í stafrófsröð: Árni Óskarsson fyrir þýðingu sína á bókinni Hnífur: Hugleiðingar í kjölfar morðtilraunar eftir Salman Rushdie sem Mál og menning gefur út; Elísa Björg Þorsteinsdóttir fyrir Saga af svartri geit eftir Perumal Murugan sem Angústúra gefur út; Gyrðir Elíasson fyrir Undir eplatrénu eftir Olav H. Hauge sem Dimma gefur út; Jóna Dóra Óskarsdóttir

...