Thelma Dís Ágústsdóttir og Tryggvi Snær Hlinason hafa verið valin körfuknattleikskona og körfuknattleikskarl ársins 2024 af KKÍ. Þetta er í 27. skipti sem valið er tvískipt milli karla og kvenna eða allt frá árinu 1998

Thelma Dís Ágústsdóttir og Tryggvi Snær Hlinason hafa verið valin körfuknattleikskona og körfuknattleikskarl ársins 2024 af KKÍ. Þetta er í 27. skipti sem valið er tvískipt milli karla og kvenna eða allt frá árinu 1998. Thelma og Tryggvi hljóta bæði nafnbótina í fyrsta sinn.

Knattspyrnukonan Arna Dís Arnþórsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna. Arna Dís er 27 ára varnarmaður sem hefur verið á mála hjá Stjörnunni frá því í ársbyrjun 2019. Alls á Arna Dís 141 leik að baki í efstu deild þar sem hún hefur skorað sjö mörk.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir er sundkona ársins fimmta árið í röð hjá Sundsambandi Íslands og Anton Sveinn McKee sundkarl ársins hjá sambandinu sjöunda árið í röð. SSÍ tilkynnti valið í gær.

...