Rithöfundurinn Óskar Guðmundsson er einn þeirra höfunda sem tilnefndir eru til glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans í ár, fyrir bók sína Brúðumeistarinn. Bókin kom út í janúar á þessu ári og segist Óskar hafa lokið við skrif hennar í fyrra, fyrir um ári
Félagar Óskar með hundinum sínum Tobba sem fer með honum í sumarbústað og aðstoðar við skrifin.
Félagar Óskar með hundinum sínum Tobba sem fer með honum í sumarbústað og aðstoðar við skrifin. — Morgunblaðið/Karítas

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Rithöfundurinn Óskar Guðmundsson er einn þeirra höfunda sem tilnefndir eru til glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans í ár, fyrir bók sína Brúðumeistarinn. Bókin kom út í janúar á þessu ári og segist Óskar hafa lokið við skrif hennar í fyrra, fyrir um ári. Hann varar því við því, í upphafi viðtals, að erfiðlega geti gengið að rifja upp skrifin þar sem hann hafi verið með hugann við önnur verkefni það sem af er ári. „Það gengur oft erfiðlega að rifja upp,“ segir Óskar kíminn og reynist slík upprifjun ekki nauðsynleg því söguþræðinum er ágætlega lýst á vef Storytel.

Þú ert tilnefndur til Blóðdropans fyrir Brúðumeistarann og þetta er í þriðja sinn sem þú ert tilnefndur til þeirra verðlauna. Það hlýtur að vera upphefð að hafa verið tilnefndur

...