HM 2025
Jökull Þorkelsson
jokull@mbl.is
Snorri Steinn Guðjónsson hefur valið þá 18 leikmenn sem verða í landsliðshópi Íslands fyrir heimsmeistaramót karla í handknattleik í janúar næstkomandi. Íslenska landsliðið hefur leik í Zagreb gegn Grænhöfðaeyjum hinn 16. janúar en Kúba og Slóvenía eru hin lið G-riðilsins. Ísland mætir fyrst Svíum í tveimur vináttulandsleikjum, 9. og 11. janúar, áður en liðið heldur til Zagreb.
Ómar Ingi Magnússon, einn af bestu leikmönnum landsliðsins, er meiddur og verður ekki með á mótinu, allavega til að byrja með en það er örlítill möguleiki að hann geti komið inn ef Ísland nær langt. Í hans stað kemur Teitur Örn Einarsson, leikmaður Gummersbach í Þýskalandi, en valið stóð á milli hans, Kristjáns Arnar Kristjánssonar, leikmanns Skanderborg í Danmörku,
...