Að stranda þýðir að sigla á sker eða grunn, reka á land eða að taka niðri. Ef bát rekur á land gerist það í þolfalli: bátinn rekur á land

Að stranda þýðir að sigla á sker eða grunn, reka á land eða að taka niðri. Ef bát rekur á land gerist það í þolfalli: bátinn rekur á land. Ef hann tekur niðri gerir hann það í nefnifalli: báturinn tekur niðri. Sama getur hent hval sem hættir sér nærri landi, hvalurinn tekur niðri, nær til botns, og er þá strand.