Skáldsaga Sporðdrekar ★★★★· Eftir Dag Hjartarson. Benedikt, 2024. Innbundin, 304 bls.
Dagur Sporðdrekar eftir Dag Hjartarson er að mati rýnis „vel skrifuð, metnaðarfull og þaulhugsuð“.
Dagur Sporðdrekar eftir Dag Hjartarson er að mati rýnis „vel skrifuð, metnaðarfull og þaulhugsuð“. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Bækur

Snædís

Björnsdóttir

Nýjasta skáldsaga Dags Hjartarsonar hefur þennan líka forvitnilega titil, Sporðdrekar. Hann er viðeigandi því að bókin fjallar um alls konar stungur og særindi, eitur sem dreifir sér hægt og smitar út frá sér og manneskjur sem meiða hver aðra.

Sporðdrekar er tíunda bók Dags Hjartarsonar sem áður hefur sent frá sér bæði ljóð og skáldsögur. Fyrir síðustu skáldsögu sína, Ljósagang (2023), hlaut hann tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Heldur lesandanum á tánum

Sagan hverfist um fimm ungar manneskjur sem eiga í flóknu sambandi hver við aðra. Vilborg er að skrifa meistararitgerð í hjúkrunarfræði um dauðann. Hún

...