Jónas Gunnarsson fæddist 24. desember 1924 á Helluvaði á Rangárvöllum. Foreldrar hans voru hjónin Gunnar Erlendsson, f. 1894, d. 1968, bóndi þar og Kristín Kristjánsdóttir, f. 1885, d. 1958.
Þegar Jónas var 13 ára gamall réðst hann til starfa hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu. Þar var Jónas þar til hann fór í Verzlunarskóla Íslands. Árið 1946 lauk hann burtfararprófi þaðan og fljótlega þar á eftir lá leiðin til starfa hjá versluninni Síld og fiski.
Jónas stofnaði síðan Kjötborg árið 1956. Kjörbúðin var fyrst í Búðargerði 10 en hefur verið á Ásvallagötu 19 frá 1981.
Jónas var formaður Félags kjötverslana 1964-1965, sat í mörg ár í stjóm Félags matvörukaupmanna, og þar af formaður þess félags 1977-1981. Hann var í stjóm Kaupmannasamtakanna og sem formaður 1983-1987. Jónas var hluthafi í heildversluninni Matkaup hf. og sat í stjóm félagsins frá árinu 1982 og til dauðadags. Hann var stjórnarformaður um tíma. Hann var félagsmaður í Frímúrarareglunni um árabil.
...