Gunnar Jónsson fæddist 5. október 1935. Hann lést 28. nóvember 2024.

Útför fór fram 19. desember 2024.

Elsku afi, ég er nú svo lánsöm að eiga margar minningar með þér. Ég hef alltaf verið mikil afastelpa og notið þess að eyða tíma með afa síðan ég var lítil. Pabbi segir mér oft sögur frá því þegar ég var lítil og var að koma í Brekku. Þá labbaði ég víst inn í Litlaherbergi án þess að heilsa, náði í nokkrar bækur og skellti þeim á borðið fyrir framan afa. Svo skreið ég í fangið á honum og hann byrjaði að lesa fyrir mig.

Oftar en ekki var tímanum með afa eytt með því að spila. Afi kenndi mér fullt af spilum eins og blindtrú og gúrku. Ég sagði oft við hann að hann hlyti að svindla í spilum þar sem hann vann mig oftast. Afi var nefnilega ótrúlega lunkinn í spilum.

...