Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sænski gítarleikarinn Janne Schaffer, sem var meðal annars meðspilari Abba á öllum plötum bandsins nema The Visitors og hefur verið með á plötum annarra heimsþekktra tónlistarmanna eins og Bobs Marleys, Tinu Turner og Johnnys Nash, verður sérstakur gestur á árlegu tónleikaröðinni Gítarveislu Björns Thoroddsens, sem að þessu sinni verður í Salnum í Kópavogi föstudaginn 21. febrúar.
„Janne Schaffer er sennilega frægasti og virtasti gítarleikari Svíþjóðar en þetta verður í fyrsta skipti sem þessi „risi“ spilar á Íslandi,“ segir Bjössi Thor. Hann hafi verið í fremstu röð á sænsku tónlistarsenunni frá því hann byrjaði að spila með Abba í byrjun sjöunda áratugarins. „Janne var með hljómsveitinni þegar hún sigraði með laginu Waterloo
...