BBC verður iðulega fyrir valinu á leið í og úr vinnu í bílnum og nýtur þátturinn Hardtalk sérstakra vinsælda hjá bílstjóranum, sem jafnframt er eini farþeginn. Þar tekur Stephen Sackur menn á beinið og hefur sérstakt dálæti á erfiðum og snúnum spurningum
Harður Stephen Sackur gefar engan afslátt.
Harður Stephen Sackur gefar engan afslátt.

Karl Blöndal

BBC verður iðulega fyrir valinu á leið í og úr vinnu í bílnum og nýtur þátturinn Hardtalk sérstakra vinsælda hjá bílstjóranum, sem jafnframt er eini farþeginn.

Þar tekur Stephen Sackur menn á beinið og hefur sérstakt dálæti á erfiðum og snúnum spurningum.

Það vill svo til að Sackur er á dagskrá á sama tíma og þessar eins manns áætlunarferðir á milli átta og hálfníu á morgnana, en því miður aðeins mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.

Iðulega lenda menn í vandræðum hjá Sackur, Hugo Chavez, fyrrverandi forseti Venesúela, kallaði hann bjána og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði að spurningar hans væru „kjaftæði“ og rauk svo á braut í lok viðtals.

Í gærmorgun var mjög áhugavert viðtal við Dmítró Kúleba, fyrrverandi utanríkisráðherra Úkraínu, um hvað í vændum væri þegar Donald Trump tæki við valdataumunum í Washington og fyrir skömmu

...