Ólafur Stephensen
Steinþór Skúlason heildsali skrifar grein í Morgunblaðið síðastliðinn þriðjudag og ítrekar þar enn þá röngu staðhæfingu sem er vinsæl hjá forsvarsmönnum afurðastöðva í landbúnaði, að tollar eða útboðsgjald, sem leggjast á búvörur við innflutning, hafi engin áhrif á smásöluverð til neytenda. Greinin er svar við tillögum Félags atvinnurekenda, Neytendasamtakanna og ýmissa stéttarfélaga um að tollkvótum, heimildum til að flytja inn takmarkað magn búvöru án tolla, sé úthlutað án endurgjalds í stað þess að bjóða þá upp. „Á frjálsum markaði selja allir á markaðsverði eða því sem næst. Ókeypis kjötkvóti er ekki gefinn áfram,“ skrifar Steinþór.
Orðalagið hér er svolítið villandi. Umræðan snýst ekki um það hvort innflytjendur/heildsalar gefi tollkvóta, heldur hvort neytendur njóti þess tollfrelsis á takmörkuðu magni af búvörum,
...