Börnin Frá vinstri: Albert Ingi, Laufey Sif, Rakel og Bjarni Rúnar á þjóðlegum nótum í nafnaveislu yngsta barnabarnsins.
Börnin Frá vinstri: Albert Ingi, Laufey Sif, Rakel og Bjarni Rúnar á þjóðlegum nótum í nafnaveislu yngsta barnabarnsins.

Aldís Hafsteinsdóttir er fædd 21. desember 1964. Fyrsta árið bjó hún í Reykjavík en fluttist svo á öðru ári til Hveragerðis þar sem hún ólst upp. „Foreldrar mínir flytja til Hveragerðis til að stofna Ostagerðina en saga þess fyrirtækis væri klárlega efni í heila bók. Eftir að Ostagerðin var hrakin út af markaðnum stofna foreldrar mínir ásamt öðrum Kjörís sem enn er rekið af fjölskyldunni í Hveragerði.

Ég var 11 ára þegar ég byrjaði fyrst í Kjörís en áður hafði ég passað börn á sumrin og borið út blöð með Öddu vinkonu frá því að ég var 6 ára. Lífið litaðist svolítið af Kjörís þegar ég var lítil og við unnum þar systkinin í öllum fríum enda mikill hamagangur við að koma ís inn á heimili landsmanna á þessum árum. Ég vann einnig um tíma í Eden eins og ungar stúlkur í Hveragerði gerðu gjarnan og fannst það gaman. Mikill fjöldi ferðamanna heimsótti staðinn sem var afskaplega skemmtilegt enda hef

...