Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Handmáluð kerti og helgimyndir eru meðal margs þess fallega sem fæst í búð þeirri sem kaþólsku systurnar í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði starfrækja. Helgi jólanna liggur í loftinu í búðinni sem er fagurri listaveröld líkust.

Byrja handvinnu snemma á haustin

„Þetta eru munir sem allir eru unnir af systrunum hér í klaustrinu. Við byrjum snema á haustin í þessari listavinnu og hingað koma margir; bæði til að kaupa varning og líka að sjá skreytingarnar hér, til dæmis jötuna í kapellunni okkar. Hún er sett upp með vísun í guðspjallið,“ segir María Agnes sem er abbadís í klaustrinu. Húsið er sterkt kennileiti í Hafnarfirði og setur svip sinn á bæinn, enda þótt íbúarnir þar blandi sér lítt í bæjarlífið.

...