Ráðherraskiptingin á milli Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður árdegis í dag kynnt flokksstofnunum og þingflokkum til samþykktar ásamt stjórnarsáttmála. Stjórnarsáttmálinn verður kynntur í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan 13
— Morgunblaðið/Eggert

Ólafur E. Jóhannsson

Hermann Nökkvi Gunnarsson

Ráðherraskiptingin á milli Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður árdegis í dag kynnt flokksstofnunum og þingflokkum til samþykktar ásamt stjórnarsáttmála. Stjórnarsáttmálinn verður kynntur í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan 13.

Heimildir Morgunblaðsins herma að eitt ráðuneyti verði lagt niður, menningar- og viðskiptaráðuneytið. Þeim verkefnum sem þar er sinnt verður komið fyrir annars staðar, annars vegar í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og hins vegar í matvælaráðuneytinu, sem verður atvinnuvegaráðuneyti.

Samfylkingin fær fjóra ráðherra

...