Þorsteinn Helgi Þorsteinsson er fæddur 22. desember 1944 og varð því áttræður í gær. Hann fæddist á Bráðræðisholtinu í Reykjavík.
„Fjölskyldan bjó í litlu timburhúsi sem bar heitið Litla Skipholt og var við Framnesveg 68 í Reykjavík. Við bræðurnir fæddumst allir í þessu húsi og holtið sem húsið stóð á nefndist Bráðræðisholtið og var bernsku- og leiksvæði okkar. Við fluttumst árið 1950 að Langholtsvegi 152 Þar sem faðir minn, Þorsteinn Ingvarsson bakarameistari, stofnaði Langholtsbakarí er hann rak í mörg ár.“
Þorsteinn gekk í Langholtsskóla og síðan í Vogaskóla og lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum við Vonarstræti árið 1960. Hann innritaðist í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þar stúdentsprófi 1964. Hann innritaðist í Háskóla Íslands og lauk BA-prófi í sagnfræði, íslensku og landafræði frá HÍ 1974 og prófi í kennslu- og uppeldisfræði
...